Alexis Sanchez er, samkvæmt nokkrum miðlum, nálægt því að ganga í raðir Marseille í Frakklandi.
Hinn 33 ára gamli Sanchez er sem stendur á mála hjá Inter á Ítalíu en gæti verið á förum.
Sanchez kom fyrst til Inter árið 2019 á láni frá Manchester United. Hann gekk svo endanlega í raðir ítalska félagsins tímabilið á eftir.
Nú stefnir í að Sanchez spili í franska boltanum á næstu leiktíð.
Sanchez hefur spilað með fjölda stórliða á ferlinum. Hann átti sín bestu ár með Arsenal, þar sem hann lék árið 2014 til 2018 eftir að hafa komið frá Barcelona.
Þaðan fór hann til Man Utd en stóð aldrei undir væntingum þar.
🔴 La piste Alexis Sanchez se confirme pour l'OM. Selon La Provence, les positions seraient très proches entre Marseille et le joueur.
— RMC Sport (@RMCsport) July 28, 2022