TNS í Wales hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn Anthony Limbrick en þetta var staðfest í kvöld.
Limbrick er 39 ára gamall þjálfari en hann tók við TNS í fyrra en stoppaði stutt hjá félaginu.
Þessi ákvörðun TNS kemur eftir tap gegn Víkingum í Sambandsdeildinni en deildin í Wales er ekki farin af stað.
Deildin þar í landi hefst hins vegar þann 13. ágúst og ákvað TNS að breyta til skömmu áður en hún byrjar.
Víkingar unnu TNS 2-0 á heimavelli sínum í Víkinni og lauk seinni leiknum með markalausu jafntefli.