Dynamo Kyiv er komið í þriðju umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Fenerbahce í gær.
Fyrri leik liðanna, heimaleikur Dynamo sem var leikinn í Póllandi sökum stríðsins í Úkraínu, lauk með markalaustu jafntefli.
Staðan eftir venjulegan leiktíma í Tyrklandi í seinni leiknum í gær var 1-1 og því farið í framlengingu.
Þar skoraði Dynamo og hafði því betur 1-2 og fer áfram.
Það voru þó ekki úrslit leiksins sem hafa vakið mesta athygli að honum loknum. Stuðningsmenn Fenerbahce sungu nefnilega nafn Vladimir Putin, Rússlandsforsta, á meðan leiknum stóð.
Athæfið þykir eðlilega gríðarlega illgjarnt, enda Putin valdið úkraínsku þjóðinni gífurlegum sársauka með innrásinni í landið.
Fenerbahçe fans chanting “Vladimir Putin” after a Dynamo Kyiv player celebrated scoring in this #UCL qualifier.
Absolutely tasteless 👎 pic.twitter.com/NocU0MTpbk
— Nico Cantor (@Nicocantor1) July 27, 2022