Manchester United hefur ekki gefið vonina um að fá Frenkie de Jong, leikmann Barcelona, upp á bátinn. Sky Sports segir frá.
Rauðu djöflarnir hafa verið á höttunum eftir þjónustu miðjumannsins í allt sumar.
Barcelona er til í að selja leikmanninn fyrir 72 milljónir punda. Málið vandast hins vegar þegar kemur að því að semja við leikmanninn.
Börsungar skulda de Jong háar fjárhæðir í laun, eitthvað sem leikmaðurinn er ekki tilbúinn að gefa frá sér.
Man Utd áttar sig á því að það er alls ekki víst að félagið fái de Jong og skoðar því aðra kosti á miðjuna einnig.
Sky Sports segir frá því að félagið haldi öðrum leikmönnum heitum, skyldi félagið þurfa að kaupa þá í stað de Jong.