fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Klopp svarar fyrir orðróma – „Hann er hjartað og sálin í liðinu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur svarað orðrómum þess efnis að Roberto Firmino sé á leið frá Liverpool.

Brasilíski framherjinn hefur verið sterklega orðaður við Juventus undanfarið.

„Bobby er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ segir Klopp. „Hann er hjartað og sálin í liðinu. Við höfum aðeins getað spilað eins og við gerum vegna hans.“

Klopp er ánægður með framlag Firmino á undirbúningstímabilinu. „Ég efast ekki um hæfileika hans. Við sjáum hvernig þetta ár fer en hann er virkilega mikilvægur fyrir okkur.“

Firmino á aðeins ár eftir af samningi sínum við Liverpool.

Koma Darwin Nunez til félagsins frá Benfica fyrr í sumar setti framtíð hans í óvissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið