Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur svarað orðrómum þess efnis að Roberto Firmino sé á leið frá Liverpool.
Brasilíski framherjinn hefur verið sterklega orðaður við Juventus undanfarið.
„Bobby er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ segir Klopp. „Hann er hjartað og sálin í liðinu. Við höfum aðeins getað spilað eins og við gerum vegna hans.“
Klopp er ánægður með framlag Firmino á undirbúningstímabilinu. „Ég efast ekki um hæfileika hans. Við sjáum hvernig þetta ár fer en hann er virkilega mikilvægur fyrir okkur.“
Firmino á aðeins ár eftir af samningi sínum við Liverpool.
Koma Darwin Nunez til félagsins frá Benfica fyrr í sumar setti framtíð hans í óvissu.