Íslensk lið hafa tryggt sér fjögur Evrópusæti fyrir næstu leiktíð en gengi okkar liða hefur verið gott í sumar.
Víkingur Reykjavík og Breiðablik eru enn á lífi í Evrópukeppnum en þau spila bæði í Sambandsdeildinni.
Þriðja íslenska liðið var KR í sumar en liðið tapaði í sinn fyrstu viðureign gegn Pogon Szczecin.
Breiðablik spilaði í kvöld við Buducnest frá Svartfjallalandi og fer áfram eftir 2-1 tap. Liðið vann 2-0 heimasigur í fyrri leiknum.
Víkingar unnu þá lið TNS frá Wales samanlagt 2-0.
Fjögur íslensk lið spila í Evrópukeppnum á næsta ári eða þrjú efstu lið deildarinnar og svo sigurvegari bikarsins.
Ísland hefur tryggt sér fjögur Evrópusæti! Það verða fjögur lið sem vinna sér Evrópusæti í deild og bikar á næsta ári og keppa 2024 á Evrópumótunum. Fimm neðstu þjóðirnar utan Liechtenstein fá bara þrjú lið. Nú eru sex þjóðir fyrir neðan okkur úr leik. #fotboltinet #staðfest pic.twitter.com/Eo6vqoHt4D
— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) July 28, 2022