Hollenska stórliðið Ajax hefur hækkað verðmiðann á kantmanninnum Antony. Daily Mail segir frá.
Brasilíumaðurinn hefur verið mikið orðaður við Manchester United.
Verðmiðinn á honum áður var talinn um 68 milljónir punda. Hann hefur nú verið hækkaður í 84 milljónir punda.
Með þessu er talið að Ajax sé að senda skýr skilaboð um það að leikmaðurinn sé ekki til sölu.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, vann með Antony hjá Ajax. Hollendingurinn yfirgaf félagið til að taka við Man Utd fyrr í sumar.
Ten Hag vill ólmur fá leikmanninn en er nú svartsýnn á að sér muni takast það.