Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, hefur breytt til fyrir komandi tímabil sem fer að hefjast í ensku úrvalsdeildinni.
Gerrard hefur ákveðið að breyta um fyrirliða á Villa Park en bandið var í eigu varnarmannsins Tyrone Mings.
Gerrard er alls ekki hræddur við að taka stórar ákvarðanir en hann tók bandið af Mings og hefur sett það á John McGinn.
McGinn er skoskur landsliðsmaður og fastamaður í liði Villa og ku vera með stóran persónuleika utan vallar.
Undanfarin ár hefur McGinn verið einn allra stöðugasti leikmaður Villa og ákvað Gerrard því að best væri að láta hann fá bandið.
Hvort ákvörðunin fari vel í Mings er óljóst en hann á í hættu á að vera meira á varamannabekknum í vetur en í fyrra.