Alexandra Popp hefur átt frábært Evrópumeistaramót með Þýskalandi sem er komið í úrslit keppninnar.
Popp er fyrirliði þýska landsliðsins en hún skoraði tvennu í gær er liðið vann Frakkland 2-1.
Ljóst er að Þýskaland mun spila við England í úrslitum en mótið er einmitt spilað í Englandi og er úrslitaleikurinn á Wembley.
Popp setti í gær met á EM kvenna en hún hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands í mótinu.
Engin leikmaður í sögu EM kvenna hefur náð þeim áfanga en Popp er markahæst í mótinu með sex mörk ásamt Beth Mead, leikmanni Englands.