Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, hefur svarað fyrir sig eftir ummæli sem han fyrrum samherji, Thomas Meunier lét falla í samtali við Kicker.
Meunier spilaði í þrjú tímabil með PSG með Neymar en hann yfirgaf félagið fyrir Dortmund árið 2020.
,,Ég verð að viðurkenna að ég var mikill aðdáandi Neymar þegar hann var hjá Barcelona, hann tapaði hins vegar töfrunum í París,“ sagði Meunier.
,,Ef ég væri tíu ára gamall þá væri ég með mynd af honum í herberginu mínu.“
Neymar sá þessi ummæli Meunier og ákvað að svara fyrir sig á Instagram.
,,Þessi strákur talar of mikið,“ skrifaði Neymar og bætti við hláturskalli við færslu Voce Sabia.
Það er því nokkuð ljóst að samband þeirra er ekkert frábært en Meunier stóðst aldrei væntingar í París.