Það var algjörlega ákvörðun Thomas Tuchel að losna við framherjann Romelu Lukaku sem fór til Inter Milan í sumar.
Football London greinir frá þessum fregnum en Lukaku yfirgaf Chelsea og skrifaði undir hjá Inter á eins árs lánssamningi.
Lukaku stóðst ekki væntingar eftir að hafa komið til Chelsea í fyrra frá einmitt Inter en hann kostaði um 100 milljónir punda.
Bæði Marina Granovskaia og Petr Cech sem störfuðu á bakvið tjöldin hjá Chelsea á þessum tíma vildu halda Lukaku og gefa honum ár til viðbótar.
Tuchel vildi hins vegar ekki vinna með Belganum næsta vetur sem varð til þess að hann fékk að fara til Ítalíu.
Chelsea gæti bætt við sig framherja áður en tímabilið hefst en annars mun Kai Havertz líklega spila sem fölsk nía.