fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Telur að koma Haaland geri lítið fyrir Man City í deildinni

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 20:31

Mynd: Man City

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, telur að koma Erling Haaland til Manchester City breyti litlu fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni.

Man City varð enskur meistiari á síðustu leiktíð og fékk mikla styrkingu í sumar er Haaland krotaði undir.

Carragher telur að koma Haaland muni þó aðeins hjálpa Man City í baráttunni í Meistaradeildinni.

,,Nei ég held ekki,“ sagði Carragher spurður að því hvort koma Haaland myndi gera titilinn auðveldari fyrir City.

,,Þeir unnu deildina núna og fengu 95 til 100 stig – komast þeir í 110? Það eru bara svo mörg stig sem þú getur fengið á einu tímabili.“

,,Ég held að Haaland sé rúsínan í pylsuendanum í Meistaradeildinni. Ef hann spilar á útivelli í Madríd þá tapa þeir ekki þeim leik, það er gæfumunurinn sem hann mun gera.“

,,Ég tel ekki að hann breyti miklu í deildinni því City er nú þegar með það gott lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið