Paulo Dybala gekk á dögunum í raðir AS Roma frá Juventus.
Argentínumaðurinn fór á dögunum frá Juventus þegar samningur hans í Tórínó rann út. Dybala skrifar undir samning til 2025 í ítölsku höfuðborginni. Þó verður kásúla í samningi hans sem gerir honum kleift að fara fyrir ákveðna upphæð.
Jose Mourinho er stjóri Roma. Hann er sagður eiga stórt hlutverk í því að sækja Dybala til félagsins.
Dybala fékk vægast sagt stórkostlega móttökur í Rómarborg, þar sem þúsundir stuðningsmanna tóku á móti honum.
Myndband af þessu má sjá hér neðar.
Paulo Dybala being unveiled to @OfficialASRoma fans is unbelievable 🤯❤️ pic.twitter.com/jZf4FlAFK1
— ESPN FC (@ESPNFC) July 26, 2022