Heimildaþættirnir All or Nothing: Arsenal koma út þann 4. ágúst næstkomandi. Mikil eftirvænting er fyrir þáttaröðinni.
Hún fjallar um síðustu leiktíð hjá Arsenal, sem var ansi viðburðarrík.
Eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni, þar sem Arsenal tapaði öllum leikjum sínum, sneri liðið taflinu við og var hársbreidd frá því að ná Meistaradeildarsæti í lok tímabils.
Nokkrar stiklur hafa verið birtar úr þættinum, meðal annars ræða Mikel Arteta, stjóra Arsenal, fyrir fjórða leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni, eftir taphrinuna.
Ræðuna má sjá hér að neðan.
🔴 All or Nothing: 𝗔𝗿𝘀𝗲𝗻𝗮𝗹
After losing our first three Premier League games of 21/22, the boss delivered this… ❤️
📺 Prime Video: August 4 | #AONArsenal pic.twitter.com/sYazjT5rT6
— Arsenal (@Arsenal) July 27, 2022