fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Segja að Heimir hafi ekki svarað símtölum Óla Jó – „Eins dauði er annars brauð“

433
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson tók við af Heimi Guðjónssyni sem þjálfari Vals á dögunum. Heimir tók við Val eftir að félagið ákvað að framlengja ekki samning Ólafs haustið 2019.

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir frá því í Þungavigtinni í dag að Heimir hafi ekki svarað Ólafi er sá síðarnefndi reyndi að hringja í hann.

„Hann reyndi að hringja í Heimi Guðjónsson en hann svaraði ekki. Óli Jó ætlaði að ræða við hann en það var bara ekkert svar,“ segir Kristján í þættinum.

Heimir tók við af Ólafi sem þjálfari FH á sínum tíma. „Þetta er náttúrulega bara orðin hringavitleysa,“ segir Kristján. „En eins dauði er annars brauð.“

Valur hefur valdið vonbrigðum í Bestu deild karla í sumar og er í fimmta sæti með 21 stig eftir fjórtán umferðir.

Ólafur stýrði liði FH fyrr í sumar en var látinn fara eftir slæmt gengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið