Collin Martin er bandarískur knattspyrnumaður sem kom út úr skápnum árið 2018. Hann spilar með San Diego Loyal í næstefstu deild Bandaríkjanna. Hann hefur einnig leikið í MLS-deildinni.
„Ég vissi ekki hvað það væri mikið stórmál að koma út,“ segir Martin.
„Ég var hræddur við viðbrögð stuðningsmanna og leikmanna annara liða ef ég á að vera hreinskilinn.“
Heimsmeistaramótið verður haldið í Katar síðar á þessu ári. Mannréttindi, þar á meðal réttindi samkynhneigðra, eru oft fótum troðin í landinu. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og getur leitt til allt að sjö ára fangelsisdóms.
„Ég myndi vilja fara á HM ef ég yrði valinn. Augljóslega er það ekki beint raunhæft en það væri heiður. Ég myndi reyna að heiðra samfélag samkynhneigðra á ákveðinn hátt, gera það af virðingu,“ segir Martin.
„Ég myndi sjá til þess að fólk vissi að samkynhneigður leikmaður væri að taka þátt á HM, að það sé ekkert að því og að það beri að virða.“
Það eru þó fleiri sem eiga undir höggi að sækja í Katar en hinsegin fólk. „Ég held það sé ekki bara samfélag hinsegin fólks sem hefur áhyggjur af þjóðinni sem heldur þetta. Það er mikið af vandamálum sem koma upp við að halda HM í Katar. Það er fjöldinn allur af vandamálum er snýr að mannréttindum og kvenrétinum.“
„Þegar kemur að mér þá spyr ég mig auðvitað hvort ég fengi að spila ef ég yrði valinn,“ segir Martin.
„Fótboltinn er íþrótt fyrir alla og allir ættu að fá að njóta hans.“