Argentínski varnarmaðurinn Lisandro Martinez hefur skrifað undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Martinez, sem er miðvörður að upplagi gengur til liðs við félagið frá Ajax. Hann var einnig orðaður við Arsenal á sínum tíma.
Martinez hefur undanfarin þrjú tímabil spilað fyrir Ajax þar sem hann lék meðal annars undir stjórn núverandi knattspyrnustjóra Manchester United, Erik ten Hag.
,,Það er heiður að vera orðinn leikmaður Manchester Untied. Ég hef lagt mikið á mig í gegnum tíðina svo þessi stund gæti orðið að veruleika. Nú mun ég bara leggja ennþá harðar að mér. Ég hef verið það heppinn að vera hluti af mörgum sigursælum liðum og ætla að halda því áfram hjá Manchester United. Til þess að það gerist þurfum við að leggja hart að okkur en ég hef fulla trú á því að við, ásamt knattspyrnustjóranum náum því takmarki,“ sagði Martinez eftir að hafa skrifað undir 5 ára samning við Manchester United.
Ready to fight. Ready to thrive.@LisandrMartinez has arrived 🔥#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2022