Stuðningsmenn Arsenal gera sér vonir um að fá miðjumanninn sergej Milinkovic-Savic í sumar en hann spilar með Lazio.
Milinkovic-Savic hefur lengi verið einn besti miðjumaður Ítalíu en hann ku ekki hafa neinn áhuga á að semja við Arsenal.
Samkvæmt Corriere dello Sport er áhugi Milinkovic-Savic enginn fyrir því að fara til Arsenal en hann er einnig orðaður við Newcastle.
Milinkovic-Savic var valinn leikmaður ársins hjá Lazio á síðustu leiktíð en hann er þó að horfa annað og er opinn fyrir því að fara í sumar.
Samningur hans gildir til ársins 2024 en Lazio býst við tilboðum upp á 60-70 milljónir evra ío sumar.
Það hins vegar ekki vilji Milinkovic-Savic að fara til Arsenal en hann gæti skoðað aðra möguleika í glugganum.