Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki aðdáandi myndbandsdómgæslu, VAR.
Myndbandsdómgæsla hefur verið umdeild frá því hún var tekin í notkun í stærstu deildum Evrópu fyrir nokkrum árum. Hún á að aðstoða dómara við að taka ákvarðanir.
„Mér líkar ekki við VAR og væri til í að losna við það,“ segir Hazard.
„Mistök dómara eru hluti af fótbolta,“ bætir hann við.
„Eins og þegar þú skorar, þá er búið að taka hamingjuna aðeins úr því. Þú hugsar alltaf um að VAR sé til staðar og gæti tekið markið í burtu.“
Það er óhætt að fullyrða að myndbandsdómgæsla er ekki að fara úr fótboltanum neitt á næstunni og þarf Hazard því að læra að lifa með henni.