Þýskaland 2 – 1 Frakkland
1-0 Alexandra Popp(’40)
1-1 Merle Frohms(’45, sjálfsmark)
2-1 Alexandra Popp(’76)
Það er ljóst hvaða lið munu mætast í úrslitaleik EM kvenna en undanúrslit mótsins eru nú búin.
England var búið að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum fyrir leik Þýskalands og Frakklands í kvöld.
Það var Þýskaland sem hafði betur í þessum leik þar sem Alexandra Popp sá um að klára verkefnið.
Popp skoraði bæði mörk Þýskalands í leiknum og sá um að koma liðinu í úrslitin.