Chelsea hefur áhuga á að fá Wesley Fofana, miðvörð Leicester. Sky Sports segir frá.
Bláliðar eru í leit að miðverði eftir að hafa misst þá Andreas Christensen og Antonio Rudiger til Barcelona og Real Madrid fyrr í sumar.
Þá gæti Cesar Azpilicueta einnig verið á förum frá Chelsea. Hann er fyrirliði liðsins og er Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, orðinn pirraður á óvissunni í kringum framtíð hans.
Það gæti orðið hægara sagt en gert fyrir Chelsea að fá Fofana. Samningur hans við Leicester rennur ekki út fyrr en eftir fimm ár.
Það er því ljóst að Chelsea þyrfti að punga út hárri upphæð fyrir þennan 21 árs gamla Frakka.