Barcelona er nálægt því að festa kaup á Jules Kounde, miðverði Sevilla.
Leikmaðurinn sjálfur hefur þegar samið við Barcelona og eru Börsungar komnir á lokastig í viðræðum við Sevilla.
Fyrr í sumar var talið að Kounde færi til Chelsea en svo verður ekki.
Barcelona er í miklum fjárhagsvanda en hefur þrátt fyrir það verið gífurlega virkt á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Félagið hefur fengið menn á borð við Robert Lewandowski, Raphinha og Andreas Christensen í sumar.
Börsungar hafa til að mynda selt hluta af framtíðarsjónvarpstekjum sínum til að fjármagna leikmannakaup.
Barcelona are one step away from signing Jules Koundé. The agreement with Sevilla, close to be completed. Negotiations progressing well, deal finally moving to the last steps. 🚨🔵🔴 #FCB
Koundé and his agent, waiting after personal terms agreed last weekend. pic.twitter.com/SkyFxYqe9O
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 27, 2022