Alfons Sampsted og hans félagar í Bodo/Glimt eru komnir örugglega áfram í Meistaradeild Evrópu.
Bodo/Glimt tapaði fyrri leik sínum í undankeppninni gegn Linfield frá Norður Írlandi nokkuð óvænt 1-0.
Í kvöld spilaði liðið heimaleikinn og vann ótrúlegan 8-0 sigur og fer sannfærandi áfram.
Alfons átti flottan leik fyrir norska liðið en hann bæði skoraði og lagði upp.
Milos Milojevic og hans lærisveinar í Malmö eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Zalgiris frá Litháen.
Malmö tapaði fyrri leik sínum 1-0 í Litháen og tapaði svo óvænt í kvöld 2-0 og fer í Evrópudeildina.