Manchester United heldur því fram að tilviljun ein hafi ráðið því að Sir Alex Ferguson mætti á æfingasvæði Manchester United rétt á eftir Cristiano Ronaldo.
Ronaldo er mættur á æfingasvæði Manchester United en hann er ekki einni á ferð. Jorge Mendes umboðsmaður hans sé með í för.
Ronaldo kom aftur til Manchester í gær en hann mætti ekki í æfingaferð félagsins af persónulegum ástæðum.
Ronaldo vill komast burt frá United en hingað til hefur ekkert af stóru félögum Evrópu viljað kaupa hann.
Það vakti athygli að Ferguson keyrði á svæðið rétt á eftir Ronaldo en samkvæmt Sky Sports útskýrir United málið þannig að stjórnarfundur hafi verið skipulagður í dag.
Á svæðið mættu einnig Richard Arnold og David Gill sem eiga sæti í stjórn og segir United að stjórnarfundur hafi verið skipulagður fyrir löngu síðan.
Ronaldo fundar með United í dag um framtíð sín en mestar líkur eru á því að framherjinn verði áfram hjá United.