Burnley á Englandi hefur áhuga á að fá bakvörðinn Jordan Gabriel sem spilar með Blackpool.
Burnley hefur lengi verið á eftir þessum leikmanni en liðið bauð upphaflega 750 þúsund pund í þennan 23 ára gamla strák.
Það er upphæð sem Blackpool tók ekki í mál og vill félagið fá þrjár milljónir punda eða samningar munu ekki nást.
Vincent Kompany er tekinn við stjórnartaumunum hjá Burnley en með liðinu spilar Jóhann Berg Gujðmundsson.
Burnley féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og hefur styrkt sig mikið í sumar en liðið ætlar upp í úrvalsdeildina í vetur og kemur ekkert annað til greina.
Liðið þarf hins vegar að fjórfalda tilboð sitt til að ná í Gabriel sem hefur vakið verulega athygli með Blackpoool.