Aiyawatt Srivaddhanaprabha eigandi Leicester City segir ekki eitt einasta tilboð hafa borist í Youri Tielemans í sumar.
Miklar sögusagnir hafa verið í kringum miðjumanninn frá Belgíu og hann verið sterklega orðaður við Arsenal.
Arsenal hefur hins vegar ekki lagt fram neitt tilboð í Tielemans og sömu sögu er að segja af Manchester United sem orðað hefur verið við hann.
„Það hefur ekkert gerst,“ sagði Srivaddhanaprabha en Tielemans á aðeins ár eftir af samningi sínum.
„Það hafa ekki komið nein tilboð, það hefur ekkert formlegt komið til okkar.“
Ljóst er að Leicester vill helst selja Tielemans í sumar frekar en að missa hann frítt eftir ár en hann hefur ekki viljað framlengja samning sinn.