Frenkie de Jong ætti að íhuga það að kæra lið Barcelona að sögn fyrrum enska landsliðsmannsins Gary Neville.
De Jong er orðaður við brottför frá Barcelona þessa dagana en félagið skuldar honum sem og öðrum leikmönnum laun.
Börsungar eru í miklum fjárhagsvandræðum en þrátt fyrir það er liðið að kaupa leikmenn í sumar fyrir háar fjárhæðir.
,,De Jong ætti að íhuga það að fara í mál gegn Barcelona og allir leikmenn liðsins ættu að standa með honum,“ skrifar Neville á Twitter.
Neville bendir á að Barcelona sé að eyða háum fjárhæðum í nýja leikmenn og komi á meðan illa og ófagmannlega fram við núverandi leikmenn liðsins.
De Jong er sterklega orðaður við Manchester United en hann vill fá laun sín borguð í Barcelona og það skiljanlega.
De Jong should consider legal action v Barcelona and all players should be behind him!A club spending fortunes on new players whilst not paying the ones they have under contract their full money is immoral and a breach. @FIFPRO should be all over bullying like this and stop it.
— Gary Neville (@GNev2) July 25, 2022