Leicester City er samkvæmt fréttum á Englandi tilbúið að selja Kasper Schmeichel markvörð félagsins í sumar.
Schmeichel er 35 ára gamall en hann á aðeins ár eftir ef samningi sínum við félagið. Danski markvörðurinn hefur verið hjá félaginu í ellefu ár.
Schmeichel er með 130 þúsund pund á viku en Nice í Frakklandi hefur áhuga á að krækja í kauða.
Schmeichel hefur verið einn af betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár og spilaði stórt hlutverk þegar Schmeichel varð enskur meistari árið 2016.
Schmeichel kom upp hjá Manchester City áður en hann fór til Notts County og Leeds.