fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Ronaldo mættur á æfingasvæði United en hann er ekki einn – Fundarhöld í dag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er mættur á æfingasvæði Manchester United en hann er ekki einni á ferð. The Athletic segir frá því að Jorge Mendes umboðsmaður hans sé með í för.

Einnig kemur nokkuð á óvart að hans gamli stjóri Sir Alex Ferguson er mættur á svæðið til að ræða við Ronaldo.

Ronaldo kom aftur til Manchester í gær en hann mætti ekki í æfingaferð félagsins af persónulegum ástæðum.

Ronaldo vill komast burt frá United en hingað til hefur ekkert af stóru félögum Evrópu viljað kaupa hann.

United heldur því fram að Ronaldo sé ekki til sölu og óvíst er hvort að kappinn mæti á æfingu liðsins í dag.

Mendes og Ronaldo munu funda með Erik ten Hag og forráðamönnum United í dag um framtíðina en hollenski stjórinn vill halda í framherjann.

Samkvæmt heimildum The Athletic telja aðilar í kringum málið að meiri líkur en minni séu á því að Ronaldo verði áfram í herbúðum United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið