fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Óvæntur fundur með leikmanni Arsenal – Vilja halda honum næsta vetur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 21:30

Saliba í baráttunni við Kylian Mbappe í vetur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins óvænt og það kann að hljóma þá snæddi forseti Marseille með umboðsmanni varnarmannsins William Saliba í gær.

Frá þessu greinir Fabrizio Romano, einn virtasti blaðamaður bransans, en Saliba spilar með Arsenal á Englandi.

Arsenal hefur áhuga á að nota Saliba næsta vetur sem spilaði með Marseille á láni á síðustu leiktíð og stóð sig vel.

Marseille gefst ekki upp í baráttunni um leikmanninn og samkvæmt Romano var fundað um leikmanninn á veitingastað í London.

Hver niðurstaðan var er óljóst að svo stöddu en Marseille gerir sér enn vonir um að Saliba spili með liðinu á næstu leiktíð.

Hann spilaði 36 leiki á síðasta tímabili er liðið komst í Meistaradeild Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið