fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Jói Berg og margt fleira á skjánum hjá Viaplay næsta vetur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 15:05

Jóhann Berg Guðmundsson / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viaplay mun teygja út anga sína næsta vetur og sýna frá fjölda íþróttaviðburða, þar á meðal knattspyrnu.

Enska B-deildin, Championship, mun til að mynda eiga heimili á Viaplay á komandi leiktíð. Það sama á við um enska deildabikarinn.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Viaplay um komandi leiktíð.

Enska Championship-deildin, enski deildarbikarinn, þýska Bundesligan og þýski Ofurbikarinn verða í beinni útsendingu á Viaplay í vetur.Enska Championship-deildin hefst 29. júlí þegar Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley mæta Hudderfield. Hver veit nema Jóhann Berg skori fyrsta mark deildarinnar að þessu sinni? Hjá Reading bíður annar Íslendingur, hinn ungi og efnilegi Jökull Andrésson, spenntur eftir að fá sinn fyrsta leik á milli stanganna. Efstu tvö liðin í Championship-deildinni veita sæti í úrvalsdeildinni á næsta ári, en sæti 3.–6. fara í umspil um eitt laust sæti til viðbótar.Liðin í Championship-deildinni verða síðan í eldlínunni í enska deildarbikarnum, Carabao Cup. Þar etja kappi 92 lið úr fjórum efstu deildunum á Englandi. Deildarbikarinn er útsláttarkeppni, þar sem allt er undir í hverri viðureign og aðeins eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. Umspilið næsta vor verður að sjálfsögðu líka í beinni útsendingu á Viaplay.Í Þýskalandi verður mikið um dýrðir 30. júlí, þegar leikið verður um þýska Ofurbikarinn. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og bikarmeistarar RB Leipzig. Sigurvegarinn í þeim leik hreppir Ofurbikarinn.Bundesligan hefst síðan með látum 5. ágúst, þar sem Þýskalandsmeistarar Bayern München og Evrópubikarmeistarar Frankfurt, eigast við strax í fyrstu umferð deildarinnar.Alls etja 18 lið kappi í Bundesligunni og hafa þau 34 leiki til að tryggja sér sigur í deildinni og þar með Þýska meistaratitilinn í knattspyrnu. Við Íslendingar eigum að sjálfsögðu okkar fulltrúa í Bundesligunni, þar sem Guðlaugur Victor Pálsson verður í eldlínunni með liði Schalke 04 eins og undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið