fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Glimrandi gengi Aftureldingar hélt áfram á Selfossi – Mark í uppbótartíma bjargaði stigi fyrir KV

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 21:15

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar lengst til hægri. Mynd: Raggi Óla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afturelding gerði góða ferð á Selfoss og vann þar 4-1 sigur á heimamönnum í Lengjudeildinni í kvöld. Marciano Aziz hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Aftureldingu sem er á fljúgandi siglingu um þessar mundir.

Lánleysi Selfyssinga heldur hins vegar áfram og það tók gestina aðeins níu mínútur að komast yfir í kvöld. Það gerði téður Marciano Aziz sem hefur svo sannarlega sannað gildi sitt síðan að hann gekk til liðs við Aftureldingu á láni í upphafi mánaðarins.

Aziz var síðan aftur á ferðinni á 21. mínútu er hann tvöfaldaði forystu Aftureldingar og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Javier Ontiveros bætti við þriðja marki Aftureldingar snemma í síðari hálfleik áður en Valdimar Jóhannsson minnkaði muninn fyrir Selfyssinga og staðan því orðin 3-1 fyrir Aftureldingu.

Það var síðan varamaðurinn Sævar Atli Hugason sem innsiglaði frábæran 4-1 sigur Aftureldingar með marki í uppbótartíma aðeins fáeinum mínútum eftir að hann kom inn á.

Afturelding hefur nú unnið þrjá leiki í röð í Lengjudeildinni og lyftir sér upp fyrir Selfoss í 5. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 22 stig.

Selfyssingar hafa hins vegar misst flugið, tapað þremur leikjum í röð og eru sem stendur í 6. sæti með 21 stig.

Vætusamt í Vesturbænum

Í Vesturbænum tóku heimamenn í KV á móti Kórdrengjum. Það var KV sem stimplaði sig fyrr inn til leiks með fyrsta marki leiksins á 32. mínútu.

Þar var að verki Magnús Snær Dagbjartsson sem náði fyrstur til knattarins í vítateig Kórdrengja eftir langa fyrirgjöf úr aukaspyrnu utan af kanti. Staðan því orðin 1-0 fyrir heimamenn.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 76. mínútu. Eftir snökkt innkast á sínum eigin vallarhelmingi náðu Kórdrengir að fara upp í hraða skyndisókn þar sem þeir spiluðu sig alla leið inn í vítateig KV.

Eftir klafs þar barst boltinn á Axel Harðarson sem gerði virkilega vel og kom boltanum örugglega framhjá Sigurpáli Sören Ingólfssyni í marki KV.

Axel var síðan aftur á ferðinni stuttu seinna er hann kom Kórdrengjum yfir með marki á 80. mínútu.

Þetta reyndist hins vegar ekki lokamark leiksins því að í uppbótartíma átti Rúrik Gunnarsson, leikmaður KV þrumuskot að marki fyrir utan teig sem endaði í marknetinu.

Þetta reyndist lokamark leiksins sem endaði með 2-2 jafntefli. KV er eftir leikinn í 11. sæti með 8 stig. Kórdrengir eru í 9. sæti með 17 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið