Enrique Cerezo, forseti spænska úrvalsdeildarfélagsins Atletico Madrid hefur séð sig tilneyddann til þess að svara fyrir sögusagnir sem hafa farið á flug þess efnis að Cristiano Ronaldo sé mögulega á leið til félagsins.
Enrique segir ekkert til í þessum sögusögnum en á dögunum bárust af því fréttir að stuðningsmenn Atletico Madrid væru ekkert alltof sáttir með að fá Ronaldo, fyrrum leikmann erkifjendanna í Real Madrid, til liðs við sig.
,,Ég veit ekki hver fann upp á þessari sögu um Cristiano Ronaldo til Atletico Madrid. Þetta er ekki satt,“ lét Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid hafa eftir sér.
,,Það er bókstaflega ómögulegt fyrir hann að koma hingað,“ bætti Enrique við El Partidazo de COPE.
Ronaldo mætti í dag á æfingasvæði Manchester United í fyrsta skipti á undirbúningstímabilinu. Með honum í för var umboðsmaður hans Jorge Mendes.
Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að Ronaldo vilji losna frá United aðeins tæpu ári eftir að hafa gengið til liðs við félagið á ný. Ronaldo vill spila í Meistaradeild Evrópu, eitthvað sem Manchester United getur ekki lengur fært honum.
Hann hefur verið orðaður við nokkur stórlið, þar á meðal Chelsea, Bayern Munchen, Napoli og Atletico Madrid.
Atletico Madrid president Enrique Cerezo: “I don’t know who invented this story about Cristiano Ronaldo to Atletico Madrid. It’s definitely not true”. 🚨⚪️🔴 #Atleti
“It’s practically impossible for him to come to Atletico de Madrid”, tells @partidazocope. pic.twitter.com/gYJLPek4pC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 26, 2022