Christian Eriksen og Lisandro Martinez mæta í dag á sína fyrstu æfingu með liðsfélögum sínum hjá Manchester United.
United staðfesti komu þeirra í síðustu viku en þá var félagið statt í æfingaferð í Ástralíu.
Eriksen kom frítt til félagsins frá Brentford en Lisandro var keyptur til félagsins frá Ajax.
Þeir félagar mættu á æfingasvæðið í dag en Eriksen var við stýrið en sótti Lisandro fyrir æfingu sem ekki er vanur akstrinum á Englandi.
Þeir félagar þekkjast ágætlega en Eriksen æfði með Ajax þegar hann var að koma sér af stað í boltanum eftir hjartastopp.
Búist er við að Eriksen og Lisandro taki þátt í æfingaleik fyrir luktum dyrum í vikunni þegar Wrexham heimsækir United.