fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Eriksen skutlaði Lisandro Martinez á sína fyrstu æfingu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen og Lisandro Martinez mæta í dag á sína fyrstu æfingu með liðsfélögum sínum hjá Manchester United.

United staðfesti komu þeirra í síðustu viku en þá var félagið statt í æfingaferð í Ástralíu.

Eriksen kom frítt til félagsins frá Brentford en Lisandro var keyptur til félagsins frá Ajax.

Þeir félagar mættu á æfingasvæðið í dag en Eriksen var við stýrið en sótti Lisandro fyrir æfingu sem ekki er vanur akstrinum á Englandi.

Þeir félagar þekkjast ágætlega en Eriksen æfði með Ajax þegar hann var að koma sér af stað í boltanum eftir hjartastopp.

Búist er við að Eriksen og Lisandro taki þátt í æfingaleik fyrir luktum dyrum í vikunni þegar Wrexham heimsækir United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið