Elías Rafn Ólafsson, landsliðsmarkvörður og markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland, komst ásamt félögum sínum í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu eftir sigur í einvígi gegn gríska úrvalsdeildarfélaginu Larnaca.
Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins sem fór fram í Larnaca í Grikklandi.
Heimamenn í Larnaca komust yfir strax á 9. mínútu leiksins þegar að Victor Olatunji skoraði eftir undirbúning frá Imad Faraj.
Forysta heimamanna stóð þó hins vegar ekki lengi yfir því Henrik Dalsgaard jafnaði metinn fyrir Midtjylland með marki á 12. mínútu.
Staðan því 2-2 einvígi liðanna og þetta reyndist síðasta markið í venjulegum leiktíma, því þurfti að grípa til framlengingar.
Þar náði hvorugt liðið að taka yfirhöndina á einvíginu og staðan eftir framlenginguna enn 1-1 í leiknum og 2-2 í einvíginu. Það þurfti því að skera úr um sigurvegara einvígisins með vítaspyrnukeppni.
Þar reyndust Midtjylland hlutskarpari þar sem Lacarna brenndu af tveimur vítaspyrnum sínum, með skoti í slá og stöng, á móti einni frá Midtjylland.
Það er því Midtjylland sem er komið áfram í næstu umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.