Nicolas Pepe, leikmaður Arsenal, lofar betri frammistöðu á næstu leiktíð og ætlar sér ekki burt í sumar.
Pepe hefur alls ekki staðist væntingar á Emirates síðan hann kom frá Lille í Frakklandi árið 2019.
Arsenal borgaði 72 miilljónir punda fyrir þennan 27 ára gamla leikmann sem spilaði aðeins fimm deildarleiki á síðustu leiktíð.
Pepe er oft orðaður við brottför en hann ætlar að berjast um sæti sitt í London og er ekki að leitast eftir því að fara.
,,Ég lagði mig mikið fram í sumar og hef breytt mikið af hlutum,“ skrifaði Pepe á Instagram.
,,Ég er einbeittur og metnaðarfullur í verkefninu hjá Arsenal og með mínum liðsfélögum.“