Tveir Íslendingar byrjuðu hjká Norrkoping í Svíþjóð í kvöld er liðið þurfti að sætta sig við svekkjandi tap á heimavelli.
Ari Freyr Skúlason og Arnór Sigurðsson byrjuðu fyrir heimaliðið sem tapaði 2-0 þrátt fyrir að vera með yfirhöndina í leiknum.
Andri Lucas Guðjohnsen var á bekknum hjá Norrkoping en kom inná sem varamaður á 60. mínútu.
Oskar Sverrisson spilaði á sama tíma með liði Varberg sem tapaði stórt 3-0 heima gegn Hammarby.
Í B-deildinni spilaði Böðvar Böðvarsson allan leikinn fyrir Trelleborg sem vann 2-1 heimasigur á Skovde AIK.
Í Danmörku tapaði Lyngby 1-0 gegn Horsens í annarri umferð efstu deildar en Freyr Alexandersson er þjálfari þess síðarnefnda.
Aron Sigurðarson byrjaði hjá Horsens í sigrinum og kom Sævar Atli Magnússon inná sem varamaður hjá Lyngby.