Declan Rice, leikmaður West Ham, er orðinn þreyttur á sögusögnunum sem eru í gangi varðandi hann og hans framtíð.
Rice er reglulega orðaður við önnur félög en Chelsea og Manchester United eru hvað mest nefnd til sögunnar.
Miðjumaðurinn virðist ekki vera að leitast eftir því að komast annað og er ákveðinn í því að gera sitt besta á vellinum fyrir West Ham.
,,Í hvert einasta skipti sem ég klæðist þessari treyju þá gef ég 100 prósent í verkefnið og það sem gerist utan vallar sér um sig sjálft,“ sagði Rice.
,,Ég get ekki stjórnað þessu, það sem ég get stjórnað er þarna úti og ég reyni að vera besti leikmaðurinn. Þetta er mjög pirrandi því þetta festist við nafnið.“
,,Þú getur ekki stjórnað þessu en stundum heyrirðu hluti sem þú vilt ekki heyra, því það er ekkert til í þeim.“