Jorge Mendes umboðsmaður Cristiano Ronaldo er sveittur við það að reyna að finna félag sem er tilbúið að taka Ronaldo. Fabrizio Romano fjallar um málið.
Ronaldo vill burt frá United en mörg af stærstu liðum Evrópu hafa afþakkað boð Mendes um að fá Ronaldo í sínar raðir.
Bayern, Chelsea og Real Madrid eru í hópi liða sem ekki vilja Ronaldo eins og sakir standa. Romano segir að Mendes gefist þó ekki upp.
Romano segist búast við því að Mendes fari annan hring á næstu dögum og reyni meðal annars að sannfæra Bayern um ágæti Ronaldo.
Atletico Madrid vill fá Ronaldo en þarf að byrja á því að selja leikmenn til að búa til pláss á launaskrá sinni.
Romano segir að Erik ten Hag stjóri Manchester United vilji fund með Ronaldo, kappinn hefur ekki mætt til æfinga vegna fjölskylduástæðna.