Breiðablik mætir Buducnost frá Svartfjallalandi í seinni leik liðanna í annari umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag.
Blikar leiða 2-0 eftir fyrri leikinn á Kópavogsvelli.
Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football, segir skemmtilega sögu í þætti dagsins. Hann segir að svartfellska liðið hafi sett sig í samband við sig hvað varðar ferðamáta í leikinn hér heima.
„Ég var einhvern veginn kominn í samband við þetta lið frá Svartfjallalandi um að redda þeim einaflugvél,“ segir Hjörvar.
„Ég veit ekki hvernig það gerðist en ég sagði þeim að ég vissi ekki neitt um einkaflugvélar. Ég veit ekki hvernig þeim datt í hug að hringja í mig.“
Hjörvar veit ekki hvers vegna var haft samband við hann en náði að beina erindinu annað. „Ég náði að millifæra vandamálið annað og sá hefur þurft að greiða úr því.“