Thomas Tuchel stjóri Chelsea vill halda áfram að taka til í leikmannahópi sínum og samkvæmt enskum blöðum vill hann helst losna við sex leikmenn.
Telegraph er á meðal þeirra sem fjalla um málið e talað er um að Timo Werner og Kepa Arrizabalaga séu til sölu.
Werner hefur ekki fundið taktinn sinn hjá Chelsea og samkvæmt fréttum er hann ekki í plönum Tuchel fyrir komandi tímabil.
Chelsea er á fullu á markaðnum að reyna að styrkja hóp sinn en á sama tíma er félagið að reyna að losa sig fjölda leikmanna.
Samkvæmt enskum blöðum þéna þessir menn 115 milljónir króna á viku en eru ekki líklegir til afreka á komandi leiktíð.
Laun og leikmenn sem Chelsea vill losna við:
Michy Batshuayi – £69,000 á viku
Kenedy – £25,000 á viku
Malang Sarr – £120,000 á viku
Ross Barkley – £96,000 á viku
Timo Werner – £272,000 á viku
Kepa Arrizabalaga – £155,000 á viku