Það fór fram stórskemmtilegur leikur í Bestu deild karla í kvöld er Valur heimsótti KR í risaleik í Vesturbænum.
Ólafur Jóhannesson var að stýra sínum fyrsta leik eftir endurkomuna til Vals en hann hefur tekið við af Heimi Guðjónssyni.
Tvö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik en Theodór Elmar Bjarnason kom KR yfir snemma leiks og jafnaði Haukur Páll Sigurðsson metin fyrir Val undir hálfleiksins.
Í síðari hálfleik komst KR tvívegis yfir en Valsmenn náðu að svara í bæði skiptin.
Sigurður Bjartur Hallsson byrjaði á að koma KR yfir en sú forysta entist í tvær mínútur eftir jöfnunarmark frá Hólmari Erni Eyjólfssyni.
Tveimur mínútum eftir mark Hólmars var staðan aftur orðin 3-2 er Ægir Jarl Jónasson skoraði eftir stoðsendingu frá Atla Sigurjónssyni.
Daninn Patrik Pedersen sá svo um að tryggja Val stig sjö mínútum síðan og lokatölur 3-3 í frábærum leik.
Það gengur þá ekkert hjá ÍA þessa dagana en liðið tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð í efstu deild.
ÍA fékk lið Fram í heimsókn og tapaði stórt 4-0 gegn nýliðunum sem eru nú með 17 stig í áttunda sæti. ÍA er á botninum með aðeins átta stig og einn sigur.
KR 3 – 3 Valur
1-0 Theodór Elmar Bjarnason (‘3)
1-1 Haukur Páll Sigurðsson (’45)
2-1 Sigurður Bjartur Hallsson (’52)
2-2 Hólmar Örn Eyjólfsson (’54)
3-2 Ægir Jarl Jónasson (’56)
3-3 Patrick Pedersen (’61)
ÍA 0 – 4 Fram
0-1 Magnús Þórðarson (’19)
0-2 Már Ægisson (’21)
0-3 Alex Freyr Elísson (’48)
0-4 Guðmundur Magnússon (’64)