Olivier Giroud var á milli tannana á fólki á föstudag er hann mætti á æfingu AC Milan eftir sumarfrí.
Giroud er 35 ára gamall sóknarmaður en hann gerði garðinn frægan með Arsenal og samdi síðar við Chelsea.
Nýtt útlit Giroud vakti heldur betur athygli en hann hefur aflitað hár sitt og var það mikið umræðuefni á samfélagsmiðlum.
Giroud er mjög hæfileikaríkur fótboltamaður en er einnig þekktur fyrir það að vera ansi myndarlegur.
Margir voru hrifnir af þessum nýja stíl framherjans og fékk hann ófá góð viðbrögð eftir myndirnar sem birtust.
Myndirnar má sjá hér fyrir neðan.