Romelu Lukaku gæti fengið grænt ljós á að spila með Inter Milan í tvö ár frekar en eitt. Telegraph á Englandi greinir frá.
Lukaku skrifaði í sumar undir lánssamning við Inter en hann gengur í raðir félagsins frá Chelsea.
Það er öfugt við það sem Lukaku gerði í fyrra en hann var þá keyptur til Chelsea fyrir um 100 milljónir punda frá einmitt Inter.
Eftir slæmt fyrsta tímabil og töluvert mótlæti vildi Lukaku komast aftur burt og samdi því við Inter á nýjan leik.
Samkvæmt Telegraph gæti Lukaku spilað í tvö ár á Ítalíu á láni frekar en eitt en það fer eftir hvort hann standi sig vel á San Siro eða ekki.
Telegraph segir að Chelsea og Inter séu búin að ræða þennan möguleika og ef báðir aðilar samþýkkja þá verður Lukaku leikmaður Inter til ársins 2024.