Liverpool er búið að klára sinn félagaskiptaglugga segir Jurgen Klopp, stjóri liðsins, en hann leitast ekki eftir því að styrkja hópinn frekar.
Liverpool keypti rándýran leikmann í Darwin Nunez í sumar og missti að sama skapi Sadio Mane til Bayern Munchen.
Ekki nóg með það heldur fékk félagið einnig efnilega miðjumenn í sínar raðir eða Calvin Ramsay frá Aberdeen og Fabio Carvalho frá Fulham.
Klopp býst ekki við að fleiri leikmenn séu á leiðinni nema að einhver meiðsli komi upp áður en tímabilið hefst.
,,Nema við lendum í meiðslum eða að leikmenn fari annað þá erum við með hópinn okkar,“ sagði Klopp.
,,Vonandi þá mun ekkert gerast svo stuðningsmenn Liverpool geta einbeitt sér að öðru.“