fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Hótaði að fótbrjóta samherja sinn er sambandið var upp á sitt versta – ,,Væri samt frekar til í að vera með honum í liði“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, hótaði eitt sinn að fótbrjóta liðsfélaga sinn Rafael van der Vaart.

Van der Vaart og Zlatan spiluðu saman hjá Ajax í Hollandi en sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna 2018.

Samband þeirra var aldrei gott og var það svo slæmt að í eitt skipti hótaði Zlatan að fótbrjóta liðsfélaga sinn á æfingasvæðinu.

,,Já hann sagði þetta en Zlatan sagði þetta við alla,“ sagði Van der Vaart á sínum tíma í samtali við FourFourTwo.

,,Það er líka rétt að hlutirnir bara gengu ekki okkar á milli. Ég væri hins vegar samt frekar til í að vera með hreinskilnum aðilum í liði eins og honum jafnvel þó að það endi með rifrildum.“

,,Það var enginn ákveðinn tímapunktur þar sem samband okkar slitnaði, við náðum bara aldrei vel saman.“

Báðir leikmennirnir áttu mjög farsælan feril en Zlatan er enn að og leikur með Serie A liði AC Milan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið