Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, hótaði eitt sinn að fótbrjóta liðsfélaga sinn Rafael van der Vaart.
Van der Vaart og Zlatan spiluðu saman hjá Ajax í Hollandi en sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna 2018.
Samband þeirra var aldrei gott og var það svo slæmt að í eitt skipti hótaði Zlatan að fótbrjóta liðsfélaga sinn á æfingasvæðinu.
,,Já hann sagði þetta en Zlatan sagði þetta við alla,“ sagði Van der Vaart á sínum tíma í samtali við FourFourTwo.
,,Það er líka rétt að hlutirnir bara gengu ekki okkar á milli. Ég væri hins vegar samt frekar til í að vera með hreinskilnum aðilum í liði eins og honum jafnvel þó að það endi með rifrildum.“
,,Það var enginn ákveðinn tímapunktur þar sem samband okkar slitnaði, við náðum bara aldrei vel saman.“
Báðir leikmennirnir áttu mjög farsælan feril en Zlatan er enn að og leikur með Serie A liði AC Milan.