Joan Laporta, forseti Barcelona, er enn vongóður um að Lionel Messi muni einn daginn snúa aftur til félagsins.
Messi spilar í dag með Paris Saint-Germain en hann var neyddur í að yfirgefa spænska félagið í fyrra vegna fjárhagsvandræða.
Laporta var þá ekki forseti félagsins en hann er viss um að það sé möguleiki á að Argentínumaðurinn spili aftur fyrir félagið í framtíðinni.
Messi er orðinn 35 ára gamall og lék með Barcelona frá 2000 til ársins 2021.
,,Ég vona að saga Leo Messi hjá Barcelona sé ekki búin,“ sagði Laporta í samtali við ESPN.
,,Þetta er enn opið, það er á okkar ábyrgð að gera þennan endi enn betri en hann var. Sem forseti Barcelona þá er ég skuldugur Messi.“