Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, viðurkennir að hann hafi ekki hugmynd um hvort hann verði seldur frá félaginu í sumar eða ekki.
Neymar hefur sterklega verið orðaður við brottför en félög á Spáni og á Englandi hafa verið orðuð við hann.
PSG þarf að lækka launakostnað leikmanna sinna sem fyrst og sérstaklega eftir að Kylian Mbappe skrifaði undir risasamning í sumar.
Það myndi gera mikið fyrir franska félagið að selja Neymar en hann er hins vegar ekki með hlutina á hreinu og veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
,,Ég vil enn spila fyrir félagið. Hingað til hefur félagið hins vegar ekki sagt neitt við mig svo ég veit ekki hvert framhaldið er,“ sagði Neymar.
Nýr stjóri PSG, Christophe Galtier, hefur gefið sterklega í skyn að hann vilji halda leikmanninum hjá félaginu.