Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona, er alls ekki með það markmið að leggja skóna á hilluna.
Alves elskar sitt starf sem knattspyrnumaður en hann er orðinn 39 ára gamall og verður fertugur næsta sumar.
Hann spilaði með Barcelona frá janúar á stuttum samningi en spænska liðið ákvað að framlengja þann samning ekki.
Alves hefur nú skrifað undir samning í Mexíkó en hann er genginn í raðir Pumas þar í landi og gerir eins árs samning.
Alves er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona frá 2008 til 2016 en lék einnig með Juventus og Paris Saint-Germain í kjölfarið.
Þetta skref hefur komið mörgum á óvart en Pumas situr í áttunda sæti mexíkósku deildarinnar og er með fimm stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.