Raphael Varane, leikmaður Manchester United, hafnar því að liðið sé betra án goðsagnarinnar Cristiano Ronaldo sem reynir nú að komast burt.
Ronaldo vill fá að semja við annað félag í sumar svo hann geti leikið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Varane segir að það sé bull að Man Utd sé sterkara án Ronaldo sem er orðinn 37 ára gamall.
Varane og Ronaldo eru góðir vinir en þeir léku áður saman hjá Real Madrid á Spáni.
,,Við þekkjum hans gæði og við vitum að hann er mjög frægur. Við vitum að það verður talað um hans frammistöðu og frammistöðu liðsins,“ sagði Varane.
,,Cristiano er frábær keppnismaður. Hann er goðsögn og mun alltaf hjálpa liðinu, þess vegna er mjög gott að fá að spila með honum.“